Hárrétt hjá Birni

Hvundagshetjan hefur alltaf haft mikið álit á Birni Bjarnasyni.  Einhver gáfaðasti og duglegasti ráðherra sem við höfum átt.   Gallinn við Björn ef galli má kalla er sá að honum reynist oft erfitt að ná til fólksins, hann lætur frekar verkinn tala.  Það hefur valdið því að hann virkar oft kaldur og tilfinningalaus.

Auglýsingar og málflutningur Jóhannesar í Bónus eru sorglegar, síðustu árin hefur hann komið fram með dylgjur og rógburð á dómsmálaráðherra og embættismenn hans og nú síðast margræddar auglýsingar fyrir kosningar.  Þetta er varhugaverð þróun, að auðmenn geti hrakið embættismenn og þingmenn úr embætti í krafti peningana. 

Vinstrimenn sem áttu ekki orð til að lýsa hneykslan yfir neikvæðum auglýsingum í garð Ólafs Ragnars í forsetakosningnum ´96 eru hljóðir og sumir hafa meira að segja sagt að þeir hafi skilning á auglýsingum Jóhannesar.  Hræsni.

Sorglegasta við þetta mál er samt það að stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins tók undir þessar dylgjur strikaði út Björn, hafi þeir skömm af því. 


mbl.is Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband