6.5.2007 | 20:17
Bloggfrí
Nú er hvundagshetjan búinn að vera í bloggfríi. Ástæðan er fyrst og fremst sú að hún fór til Englands í nokkra daga í golfferð. Frábær ferð í skemmtilegum félagskap. Spilamennskan var samt ekkert til að hrópa húrra yfir. Var mikið að húkka upphafshögginn og lengri járn, það veit ekki á gott á þröngum skógarvöllum. Hinsvegar vannst sigur í einstaklingskeppninni og fékk ég að launum græna jakkann sem ætlunin er að verði farandverðlaun.
Í dag fór ég hinsvegar fyrsta alvöru golfhringinn í sumar. Við félagarnir Hlynur og Dóri mættum á Korpuna klukkan 7 í morgun. Helvíti kalt til að byrja með en að öðru leiti gott veður. Spilamennskan var bara skrambi góð 89 högg eða 33 pkt. Eftir að vallarforgjöfinni á Korpunni var breytt nú í vor er ég bara með 13 í vallarforgjöf í stað 16 (eða var það 17 áður). Þannig að þetta hefur jafngilt 36 pkt. samkvæmt gömlu forgjöfinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.