Landsfundur Samfylkingarinar

Mikið var gaman að hlutsta á Ingibjörgu Sólrúnu  og co. um helgina.  "Samfylkingin á að vera kjölfesta í ríkisstjórninni", "Samfylkingin hefur aldrei staðið á traustari fótum" með 20% fylgi og stefnir niður á við kallast þetta sjálfsblekking, ofmat eða bara heimska.

Þegar kaupmáttur hefur aukist um 60% á rúmum áratug er enginn ástæða til þess að kvarta.  Þegar aðaláhyggjur fólks er hætt að snúast um atvinnu og velferð og farið að snúast um svifryk og verndun landssvæða sem meginþorri landsmanna hafa aldrei séð eða heyrt um, eru raunveruleg vandamál ekki til.

Samfylkingin telur til lítið brot þjóðarinnar sem hefur það skítt í samanburði við aðra og á það að vera merki um að ríkisstjórnin hafi brugðist.  99% þjóðarinar finnur það hinsvegar að hagur sinn hefur batnað og sér að þessi málflutningur er marklaus.

Á endanum er eitt mál sem mér sýnist Samfylkingin ætli að leggja megináhersla á í kosningunum í vor og það er að afnema eftirlaunalögin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Skrýtið hvernig þú tekur þér þetta fréttaritarastarf fyrir Samfylkinguna, verst að þú ert ekki nógu góður í því og endar í því að fara væna fólk um heimsku. Ef þér finnst nær 8% verðbólga (sem þýðir yfir 12% hækkun á húsnæðislánunum þínum) ekki vera neitt vandamál, þá áttu sannarlega samleið með Sjálfstæðisflokknum. Við erum hinsvegar fleiri en 1% þjóðainnar sem erum ekkert sátt við að vera nú með undir 2% hagvöxt og fyrirsjáanlegan halla á ríkisjóði nú þegar þennslan er að minnka. Kaupmáttaraukningin er góður hlutur, en ef þú horfir á starfsstéttir ríkisins eins og t.d. kennara þá er mjög sorglegt að sjá að það hefur orðið kaupmáttarrýrnun hjá þeim hóp. 60% er meðaltalið, og útskýrist mest yfir því hvað laun hafa verið að hækka hratt til að eltast við verbólguna - en þó ekki hjá öllum. Það er því mun áhugaverðara að skoða skiptingu kaupmátts eftir tekjum, eins og hægt er að gera hjá Stefáni Ólafssyni.

.

http://www.hi.is/~olafsson/ <- mæli með að áhugasamir skoði það.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 15.4.2007 kl. 12:00

2 Smámynd: maggie

Hvundagshetja hefur rétt fyrir sér. Samfylkingin er að reyna að benda á "vandamál" sem eru ekki til. Sama gera VG menn. Það er náttúrulega ömurlega slæmt hlutskipti að reyna að fella ríkisstjórn sem hefur stýrt okkur í þá miklu velsæld sem við búum við í dag.

maggie, 15.4.2007 kl. 15:56

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Hverng er yfir 7% verðbolga ekki vandamál? Húsnæðislán almennings hækkuðu að meðaltali um meira en hálfa miljón á þessu ári, bara vegna slæmrar efnahagsstjórnar. Hvað með næstum 15% vextir? Það er ómögulegt að stofna hérna fyrirtæki sem á að skila arði, því vextirnir af lánsfjarmagni eru svo háir!

.

Það getur vel verið að vandamál VG séu ekki til -- enda er ég ekki stuðningsmaður þeirra -- en það er bara rugl að segja að hér mætti ekkert betur fara. Og það er líka staðreynd að álver og virkjanir eru ekki góð fjárfestingar, því t.d. þau lönd sem eru með mestan hagvöxt í Evrópu eru að leggja áherslu á hátækni og menntun, en ekki í samkeppni við þróunarríkin í orkuverði fyrir álver.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 15.4.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband