Þrír frakkar

Hvundagshetjan ákvað að vera grand við sína ektakvinnu og bjóða henni á Þrjá Frakka í gær í tilefni tveggja ára brúðkaupsafmælis okkar.  Þetta var í fyrsta skipti sem við hjónakornin förum á þennan rómaða veitingastað og olli hann ekki vonbrigðum, frábær veitingastaður.  Hvundagshetjan fékk sér skötusel og frúin fékk sér þorsk.

Skemmtilegast fannst okkur hvað staðurinn er rammíslenskur til dæmis fengum við nýbakað brauð á borðið og íslenskt smjör, algjör óþarfi að vera með pestó eða olíur gamla góða smjörið stenst fyllilega samanburð.

Þessi færsla er í boði Guðna Ágústssonar.


Golfblogg

Hvundagshetjan var duglegur í golfi um helgina.  Seinnipartinn á föstudag var afmælismót Heimis Fannars formanns Golfklúbbs Leynis,  skemmtilegt mót í skemmtilegum félagsskap.  Veðrið var ekki uppá sitt besta, hvasst og skorið eftir því.

Á sunnudagsmorgun spilaði ég síðan í Grafarholtinu með Hlyni og Steinari gott veður en kalt.  Við félagarnir höfum sett okkur það markmið að spila alltaf á sunnudögum klukkan 7 um morguninn.  Hvundagshetjan setti persónulegt vallarmet 82 högg sem er bæting um 5 högg, tveir fuglar í hús og 8 flatir hittar í réttum höggafjölda.  Það gefur góð fyrirheit fyrir sumarið.  Hinsvegar er Grafarholtið frekar létt þessa dagana, ekkert alvöru röff komið þannig að þetta skor gefur ekki alveg rétta mynd af getunni.


Hárrétt hjá Birni

Hvundagshetjan hefur alltaf haft mikið álit á Birni Bjarnasyni.  Einhver gáfaðasti og duglegasti ráðherra sem við höfum átt.   Gallinn við Björn ef galli má kalla er sá að honum reynist oft erfitt að ná til fólksins, hann lætur frekar verkinn tala.  Það hefur valdið því að hann virkar oft kaldur og tilfinningalaus.

Auglýsingar og málflutningur Jóhannesar í Bónus eru sorglegar, síðustu árin hefur hann komið fram með dylgjur og rógburð á dómsmálaráðherra og embættismenn hans og nú síðast margræddar auglýsingar fyrir kosningar.  Þetta er varhugaverð þróun, að auðmenn geti hrakið embættismenn og þingmenn úr embætti í krafti peningana. 

Vinstrimenn sem áttu ekki orð til að lýsa hneykslan yfir neikvæðum auglýsingum í garð Ólafs Ragnars í forsetakosningnum ´96 eru hljóðir og sumir hafa meira að segja sagt að þeir hafi skilning á auglýsingum Jóhannesar.  Hræsni.

Sorglegasta við þetta mál er samt það að stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins tók undir þessar dylgjur strikaði út Björn, hafi þeir skömm af því. 


mbl.is Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjánahrollur

Ætli maður verði nú ekki að taka smá Eurovision blogg.  Eiríkur og félagar var bara ekki að gera sig,  lagið hrikalega slappt og 4 gítarleikarar að þykjast spila með var to much.  Ég fékk nettan kjánahroll þegar ég horfði á þetta.  Sum atriði voru skemmtilega hallærisleg en þetta var vandræðalegt.  Svona svipað og horfa á Ómar Ragnarsson í umræðuþáttunum síðustu daga. 

Annars er hvundagshetjan með góða hugmynd.  Í stað þess að vísa rúmensku tónlistamönnunum úr landi væri ekki sniðugt að smella þeim í keppnina að ári.  Þannig fengjum við okkar föstu atkvæði frá hinum Norðurlöndunum og síðan fullt af atkvæðum frá Austur-Evrópu.  Gætum jafnvel smellt með einni dragdrottningu fyrir hommana og þá ættum við að rúlla þessu upp.


mbl.is Ísland komst ekki í úrslit Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina vandamálið við Frakka er að þeir eru svo franskir

Sagði Margaret Thatcher einhverjusinni.

Af einhverri ástæðu var ég aldrei 100% viss um Sarkozy mynd vinna því Frakkar eru svo óútreiknanlegir.  Hinsvegar held ég að þetta hafi verið eina rétta fyrir þá, auðvitað er Sarkozy umdeildur en hann var tvímælalaust skárri frambjóðandi heldur en Royal.  Hún var með dæmigerða VG áherslur, hafði miklar hugmyndir um hvernig átti skipta kökunni en í efnahagsmálum hefur hún engiar raunhæfar tillögur um hvernig best sé að stækka hana.  Sarkozy er hinsvegar umdeildur stjórnmálamaður af því að hann er óhræddur við að taka ákvarðanir og mun væntanlega taka til hendinni, ekki veitir af í Frakklandi.


Bloggfrí

Nú er hvundagshetjan búinn að vera í bloggfríi.  Ástæðan er fyrst og fremst sú að hún fór til Englands í nokkra daga í golfferð.  Frábær ferð í skemmtilegum félagskap.  Spilamennskan var samt ekkert til að hrópa húrra yfir.  Var mikið að húkka upphafshögginn og lengri járn, það veit ekki á gott á þröngum skógarvöllum.  Hinsvegar vannst sigur í einstaklingskeppninni og fékk ég að launum græna jakkann sem ætlunin er að verði farandverðlaun.

Í dag fór ég hinsvegar fyrsta alvöru golfhringinn í sumar.  Við félagarnir Hlynur og Dóri mættum á Korpuna klukkan 7 í morgun.  Helvíti kalt til að byrja með en að öðru leiti gott veður.  Spilamennskan var bara skrambi góð 89 högg eða 33 pkt.  Eftir að vallarforgjöfinni á Korpunni var breytt nú í vor er ég bara með 13 í vallarforgjöf í stað 16 (eða var það 17 áður).  Þannig að þetta hefur jafngilt 36 pkt. samkvæmt gömlu forgjöfinni.


Hugmynd Hrafns.

Smá játning frá hvundagshetjunni.  Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Hrafns Gunnlaugssonar.  Vissulega er hann mistækur listamaður og hefur gert nokkrar slakar myndir, en hann hefur líka gert stórkostlegar bíómyndir.  Síðan las ég einhverntímann "ævisögu" hans sem Árni Þórarinsson skrifaði en hún er frábær lesning og óhætt að mæla með henni.

Síðustu árin hefur Hrafninn tjáð sig mikið um skipulagsmál og sett fram athyglisverðar hugmyndir um hvernig megi gera Reykjavíkurborg að alvöru borg.  Stórsniðugar eins og t.d. að byggja í eyjunum í kring frekar en uppá heiði. 

Nýjasta hugmynd Hrafns er sú að byggja stórhýsi 50-60 hæðir í í Austurstræti í stað kofanna sem brunnu.  Þetta er stórtæk hugmynd en Hrafn er listamaður sem hugsar stórt.  Væri samt ekki sniðugt að gefa þessu gaum og hugsa stórt.hugmynd Hrafns


Um hvað var þá deilt?

Skv. Agnesi Bragadóttur að þá snérust deilurnar í Glitni að mestu um það að Hannes Smárason vildi verða stjórnarformaður.  Nú virðist hann ekki einu sinni ætla að setjast í stjórn.  Snérist þetta þá um eitthvað annað?
mbl.is Fimm nýir menn í stjórn Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamli góði Villi

Þetta kann maður að meta.  Hann Villi lætur ekki rok og rigningu stoppa sig í að fegra borgina.  Hvundagshetjan kann vel að meta svona framtak.  Eitthvað annað en gamla R listafólkið sem hékk í Ráðhúsinu og plottaði.
mbl.is Vorhreinsun í Reykjavík hefst um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf að gera góð kaup.

Ótrúlegt með hann Jón Ásgeir, uppsett verð $16 mills en fær pleisið á $10 mills.  Það er góður afsláttur.  Aldrei fengi hvundagshetjan svona mikinn afslátt.


mbl.is Jón Ásgeir keypti sér íbúð í New York fyrir 10 milljónir dollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband